ANNA MARTA
Frumkvöðullinn Anna Marta er heilsuvaldur, matarþjálfari og stofnandi fyrirtækisins. Hún hefur mikla og góða reynslu í að þjálfa fólk. Bakgrunnur hennar er í líkamsrækt og heilsuþjálfun en hún hefur starfað sem þjálfari í áratugi ásamt því að vera menntaður þjónn.
Hún hefur því alltaf unnið með fólki og hefur brennandi ástríðu fyrir því að bæta núvitund í matarmenningu og hreyfingu.
Reynsla hennar í því að vera í nánum samskiptum við fólk og þjálfað það í næringu og hreyfingu - hlusta á það - hefur gert það að verkum að í dag eru hún að framleiða næringaríkar matvörur undir eigin nafni.
Hún fann að íslenski markaðurinn kallaði á fleiri vörutegundir sem innihéldu hreint hráefni. Hráefni sem auðveldar fólki við matargerð og gerir næringuna skemmtilega og áhugaverða.
Anna Marta velur að næra sig fallega með fallegri og litríkri næringu. Hún hefur hannað fjöldann allan af uppskriftum. Hún hefur ástríðu fyrir hollum lífsháttum, mataræði og hreyfingu og hefur haft það að leiðarljósi í sinni matargerð að allir þættir spili rétt saman. Bragðgæði, ferskleiki, rétt hlutföll í næringar samsetningu og fallegt útlit skipta hana miklu máli eins og sjá má í þeim vöru sem hún framleiðir.
Þær vörur sem eru í krukkum frá vörumerkinu eru unnar úr hreinu hráefni. Bragðmiklar og hreinar vörur sem framleiddar eru án allra aukaefna. Vörurnar eru ferskar og hollar og bjóða fólki upp á að gera sínar matarvenjur áhugaverðar og lífga upp á tilveruna. Þær auðvelda fólki við matargerð og hjálpa fólki við að næra sig betur og að auka við grænmeti inn í sitt líf.
Súkkulaðisætbitinn Hringur varð til vegna þess að hún fann að fólk vildi líka sætindi í sitt líf. Fólk vill halda í lífsgleðina og finna jafnvægið. Hún ákvað þá að auðvelda fólki í því að vinna og finna sitt jafnvægi í næringu og kom með sætbitann Hring eftir miklar tilraunir og skemmtilegar samsetningar á gæða hráefni.