Karfa

Tóm

Skoðaðu þessar vörur

ÆVINTÝRI BRAGÐLAUKANNA

Námskeið í matreiðslu á hreinu og fersku hráefni þar sem gleði og núvitund umlykja matinn.  Fræðsla, matreiðsla og upplifun hjá matgæðingnum Önnu Mörtu. Þið lærið að upplifa matinn ykkar öðruvísi, breyta um stefnu og bæta fegurð og gleði í hvern bita. Hjá Önnu Mörtu er andrúmsloftið afslappað. Hún leggur áherslu á að maturinn sé fallegur, næringaríkur og girnilegur og að þið njótið ykkar saman á þessu ferðalagi bragðlaukanna.

Frábær kvöldstund með vinum, vinnufélögum eða fjölskyldunni.

Aðeins er unnið með hreint og ferskt hráefni þar sem aðaluppistaðan er flatbrauð, grænmeti, sósur og hráfæðisbitar.

Á námskeiðinu fáið þið að kynnast:

  • Hvernig við getum bætt meira grænmeti og ávöxtum inn í daglegt líf.
  • Hvernig við getum sparað peninga með því að nesta okkur fyrir daginn.
  • Hvernig við getum fengið börnin okkar til að borða meira grænmeti.
  • Hvaða áhöld við getum notað til að gera matinn meira spennandi.
  • Hvernig við getum nýtt tíma okkar betur til matargerðar.
  • Hver eru einkenni fæðuóþols, og skyndibiti – hvað er það?
  • Uppskriftir eru sendar rafrænt að námskeiði loknu

Lágmarksfjöldi í hóp er 20 manns. Námskeiðið hentar báðum kynjum og er haldið í heimahúsi eða á vinnustaðnum.

„Þetta er skemmtileg kvöldstund í heimahúsi þar sem ég leiðbeini fólki inn á fallega og næringarríka braut með mat sem ég útbý. Ég vinn eingöngu með hreint og ferskt hráefni þar sem aðaluppistaðan er grænmeti, sósur og hráfæðisbitar. Fólk fær líka að upplifa nokkrar tegundir af pestói og sósum sem unnar eru úr hreinum vörum."

– Anna Marta

Meðmæli frá þáttakanda

"Átti dásemdarkvöldstund með rúmlega 20 konum og fórum við saman í ævintýraferð bragðlaukanna. Anna Marta Ásgeirsdóttir er líkamsræktarþjálfari og matgæðingur með fleiru sem hefur sérlega ástríðu fyrir heilsusamlegum lífstíl, næringarríkum, litríkum, fallegum og bragðgóðum mat. Hún kom í heimahús með dásemdarmat sem hún útbjó fyrir okkur. Þvílíkar krásir og allt hreinn, næringaríkur og fallegur matur. Þessu fylgdi fróðleikur og uppskriftir.

Anna Marta sjálf er uppspretta jákvæðrar orku og smitar alla í kringum sig af gleði - við hlógum nánast allt kvöldið. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir hópa, t.d. vinkonuhópa, fjölskyldu eða vinnustaðahópa. Þetta er hiklaust upplifun fyrir allan peninginn."

- Þórhildur Kristinsdottir