UM OKKUR

Ferskt, hollt og fallegt

Circolo er lítið framsækið matvælafyrirtæki rekið af tvíburunum Önnu Mörtu og
Lovísu. Fyrirtækið framleiðir ferskar, hollar og náttúrulegar matvörur úr hágæða
hráefni án allra aukefna. Vörurnar eru meira en bara safn af hráefnum - þær
endurspegla lífstíl Önnu Mörtu og Lovísu og hugmyndafræði. Lögð er rík áhersla á
að vörurnar séu ljúffengar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og jákvæða upplifun.

„Sönn vellíðan snýst ekki bara um að borða hollt og hreyfa sig reglulega, heldur einnig um að temja sér jafnvægi og glaðværan lífsstíl sem heiðrar tengsl okkar við okkur sjálf.“

– Anna Marta