
UM OKKUR
Ferskt, hollt og fallegt
Circolo er lítið framsækið matvælafyrirtæki rekið af tvíburunum Önnu Mörtu og
Lovísu. Fyrirtækið framleiðir ferskar, hollar og náttúrulegar matvörur úr hágæða
hráefni án allra aukefna. Vörurnar eru meira en bara safn af hráefnum - þær
endurspegla lífstíl Önnu Mörtu og Lovísu og hugmyndafræði. Lögð er rík áhersla á
að vörurnar séu ljúffengar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og jákvæða upplifun.