Enginn venjulegur sætbiti

Fullur af náttúrulegum hráefnum sem dreift er ofan á dökkt súkkulaði.
Handunninn fyrir þá sem elska bragð sem er
allt annað en venjulegt.



NÝTT

JÓLASTJARNA

Hindberin gefa þessum sætbita djúpan, rauðan lit og vekja ljúft sítrusbragð sem dansar við dökka súkkulaðið. Rétt áður en bragðið hverfur kemur örlítill piparkeimur sem bindur allt saman í fullkomnu jafnvægi. Það er engin furða að hindber séu svo eftirsótt – þau eru rík af vítamínum og omega-3 fitusýrum og þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á hjarta og blóðsykur.

UM CIRCOLO

Circolo er lítið framsækið matvælafyrirtæki rekið af tvíburunum Önnu Mörtu og Lovísu.

Fyrirtækið framleiðir ferskar, hollar og náttúrulegar matvörur úr hágæða hráefni án allra aukefna. Vörurnar eru meira en bara safn af hráefnum - þær endurspegla lífstíl Önnu Mörtu og Lovísu og hugmyndafræði. Lögð er rík áhersla á að vörurnar séu ljúffengar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og jákvæða upplifun.

FYLGDU OKKUR Á INSTAGRAM

Með okkar vörum

Smelltu á myndina og fáðu upplýsingar um vörurnar sem notaðar eru í uppskriftina

Með okkar vörum

Smelltu á myndina og fáðu upplýsingar um vörurnar sem notaðar eru í uppskriftina

ÆVINTÝRI BRAGÐLAUKANNA

Upplifun

Námskeið í matreiðslu á hreinu og fersku hráefni þar sem gleði og núvitund umlykja matinn. Frábær kvölstund með fræðslu, matreiðslu og upplifun með matgæðingnum Önnu Mörtu.

Hentar 20 manna hópum eða stærri.

EINSTAKLINGSRÁÐGJÖF MEÐ ÖNNU MÖRTU

Matarþjálfun

Anna Marta hefur hannað prógram fyrir þá sem vilja breyta mataræði sínu og auka lífsgæði með hreinni og næringarríkri fæðu.

Þú færð stuðning, þjálfun og matarprógramm sem hentar þér og þínu lífi. Þetta er algjörlega á þínum forsendum. Anna Marta er stuðnings- og aðhaldsbolti sem hjálpar þér inn á rétta braut.

Hún hjálpar þér að breyta þeim hlutum í þínum lífstíl sem eru ekki endilega að þjóna þér og koma inn með nýjar og nærandi venjur.


EINSTAKLINGSRÁÐGJÖF MEÐ ÖNNU MÖRTU

Matarþjálfun

Anna Marta hefur hannað prógram fyrir þá sem vilja breyta mataræði sínu og auka lífsgæði með hreinni og næringarríkri fæðu.

Þú færð stuðning, þjálfun og matarprógramm sem hentar þér og þínu lífi. Þetta er algjörlega á þínum forsendum. Anna Marta er stuðnings- og aðhaldsbolti sem hjálpar þér inn á rétta braut.

Hún hjálpar þér að breyta þeim hlutum í þínum lífstíl sem eru ekki endilega að þjóna þér og koma inn með nýjar og nærandi venjur.


VINSÆLT Á VEFNUM

HRINGUR TROPIC

HRINGUR Tropic er fullur af sætum trönuberjum, stökkum salthnetum, sólkjarna- og graskersfræjum og ljúffengum kókos. Hugmyndin varð til fyrir mörgum árum þegar okkur langaði í eitthvað sætt og hollt. Útkoman varð svo ljúffeng og falleg að við vildum deila gleðinni. Súkkulaðisætbiti sem slær í gegn.