Liba original-pitsubotn (finnst í frystideildum flestra verslana)
2-3 msk. pestó ANNA MARTA
1 kúrbítur, þunnt skorinn
mozzarella-ostur, að vild
1 avókadó, skorið í sneiðar
ferskt grænmeti að eigin vali
Smyrjið pestói yfir botninn og setjið mozzarella-ost þar ofan á. Bætið þunnt skornum kúrbít yfir og bakið í ofni í 10 mín. Setjið síðan avókadósneiðarnar yfir og einnig er gott að setja meira pestó yfir pitsuna fullbakaða.
Undirbúningur: 10 mín.