Tvíbbos mæla með þessum pastarétt sem bráðnar einfaldlega upp í manni😍🤌🏽
Það sem þú þarft:
1 pk ferskar kjúklingabringur (4 bringur )
1 pk ferskt Fettuccine pasta 250 gr
Sósa:
2 stk meðalstór skalottlaukur
1 stk geiralaus hvítlaukur
½ l matreiðslurjómi
1 krukka PESTÓ SÓL frá ANNA MARTA
Ólífuolía
Grænmetiskraftur
Salt og pipar
Aðferð👩🍳
- Kjúklingur skorin í hæfilega munnbita, steiktur á pönnu með góðri ólífuolíu, kryddað eftir smekk.
- Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
- Sósan, saxið skalottlaukinn og hvítlaukinn smátt.
- Ólífuolía og hluti af olíunni frá Sól pestóinu hituð í potti, laukurinn látin brúnast örlítið í olíunni þegar það er klárt þá bæta Sól pestóinu við og grænmetiskrafti.
- Látið malla aðeins, svo er rjómanum bætt við hrært vel við vægan hita þar til byrjar að sjóða.
- Leyfið sósunni að sjóða í fimm mínútur og hrærið af og til í á meðan.
- Sósan er bragðbætt með grænmetiskrafti, salt og pipar.
- Bætið kjúklingnum í sósuna og hellið sósunni yfir pastað.
- Mælum með ferskri basiliku, tómötum og rifnum parmesan osti til að toppa réttinn.