Það er hægt að vera með hvað fisk sem er eða jafnvel kjúkling i þessum rétt.
Innihald (fyrir 3-4 manns):
- 1 kg þorskhnakkar
- 3 msk grænt pestó
- Sítrónupipar eftir smekk
- Sjávarsalt eftir smekk
- 1 box af kirsuberja tómötum
- ½ kubbur grískur fetaostur
Aðferð:
- Hitið ofn í 200°C (blástur).
- Setjið fiskinn í eldfast mót. Smyrjið fiskinn með pestó og kryddið með sítrónupipar og sjávarsalti.
- Fetaosturinn er skorin í litla bita og stráð yfir fiskinn . Skerið cherry tómata í tvennt og setjið yfir fiskinn.
- Bakið í 25–35 mínútur, eða þar til fiskurinn er fulleldaður
- Berið fram með fersku salati, sætum kartöflum og eða hrísgrjónum
Undirbúningur: 20 mín.