
ÍSBJÖRNINN HRINGUR
Ísbjörninn Hringur er lukkudýr Barnaspítala Hringsins. Þar kemur hann fram og hefur
ofan af fyrir börnunum á spítalanum, skemmtir þeim og fræðir. Anna Marta
Ásgeirsdóttir og eiginmaður hennar Ingólfur Örn Guðmundsson færðu hann
Barnaspítalanum að gjöf eftir að hafa fjármagnað hann með brúðkaupsgjöfunum
sínum, en þau giftu sig árið 2005. Í stað þess að fá gjafir báðu þau veislugesti að
aðstoða sig við koma þessu góðgerðarverkefni af stað.
Keyptu Tropic hring og styrktu gott málefni
Til þess að viðhalda verkefninu og fjármagna það hóf Anna Marta að búa til súkkulaðið Dásemd sem hún seldi fyrir jólin til styrktar Hring. Með því hefur henni tekist að halda verkefninu gangandi og enn þann dag í dag heimsækir Hringur börnin á spítalanum sem bíða hans yfirleitt með eftirvæntingu.
Fyrirtækið gefur nú 300 kr. af hverjum seldum Tropic hring, sem er arftaki Dásemdar, til verkefnisins ár hvert til að tryggja að Ísbjörninn Hringur fái áfram að gleðja stór og lítil hjörtu á spítalanum.