Skoðaðu þessar vörur

ICELANDIC NATURE

Handgert súkkulaði innblásið af kröftum íslenskrar náttúru. Unnið í samstarfi við hinn frábæra ljósmyndara Gunnar Gunnarsson sem vakið hefur athygli víða erlendis fyrir einstakar landslagsmyndir sýnar. Hver biti kallar fram tengingu við hina íslensku náttúru og þær einstöku myndir sem prýða umbúðirnar. Frábær gjöf fyrir vini og vandamenn erlendis.

INNBLÁSIÐ AF KRAFTI ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

Þær fjórar bragðtegundir sem mynda vörulínuna sýna hina kröftugu íslensku náttúru. Fossarnir, jöklarnir, norðurljósin og eldfjöllin urðu okkur innblástur við mótun mismunandi bragðtegunda og útlits á handgerðu súkkulaðinu. Umbúðirnar eru einstakar því inn í þeim er að geyma eintak af myndinni í stærðinni 9x20 cm ásamt sögu frá ljósmyndaranum Gunnari Gunnarssyni um hvar myndin sem prýðir umbúðirnar var tekin.