
ABOUT US
Ferskt, hollt og fallegt

Circolo er lítið framsækið matvælafyrirtæki rekið af tvíburunum Önnu Mörtu og Lovísu.
Fyrirtækið framleiðir ferskar, hollar og náttúrulegar matvörur úr hágæða hráefni án allra aukefna. Vörurnar eru meira en bara safn af hráefnum - þær endurspegla lífstíl Önnu Mörtu og Lovísu og hugmyndafræði. Lögð er rík áhersla á að vörurnar séu ljúffengar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og jákvæða upplifun.

Anna Marta
Frumkvöðullinn Anna Marta er heilsuvaldur, matarþjálfari og stofnandi fyrirtækisins. Hún hefur mikla og góða reynslu í að þjálfa fólk. Bakgrunnur hennar er í líkamsrækt og heilsuþjálfun en hún hefur starfað sem þjálfari í áratugi. Hún hefur því alltaf unnið með fólki og hefur brennandi ástríðu fyrir því að bæta núvitund í matarmenningu og hreyfingu.
Reynsla hennar í því að vera í nánum samskiptum við fólk og þjálfað það í næringu og hreyfingu - hlusta á það - hefur gert það að verkum að í dag eru hún að framleiða næringaríkar matvörur undir nafni Circolo.

Lovísa
Lovísa deilir ástríðu systur sinnar á matargerð, hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Hún er reynslubolti á svið matvælaframleiðslu eftir að hafa starfað sem framleiðslustjóri í fiskvinnslu í áratugi. Hennar þekking á framleiðslu, gæðaeftirliti og stöðlun styrkir alla framleiðslu fyrirtækisins og tryggir bestu mögulegu gæði vörunnar.
Lovísa er HACCP sérfræðingur og útbjó gæðahandbók fyrirtækisins sem notuð hefur verið í öllu vinnsluferlinu frá upphafi. Hún hefur yfirumsjón með framleiðsluferlinu frá fyrsta handtaki og þar til varan er komin í umbúðir og tilbúin til dreifingar. Stór hluti af hennar vinnu fer í að finna góða samstarfsaðila sem framleiða eða selja hráefnið sem Circolo notar í sínar vörur. Hún leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, nákvæmni og stöðlun í ferlinu og hlúir að handverkinu af alúð.

Strangar kröfur um gæði
Allar okkar vörur eru handgerðar af alúð ogv andvirkni. Hver og ein vara er framleidd af gleði og gerð í samræmi við gæðahandbók, svo þú getur verið viss um að þú fáir alltaf hágæða vöru úr náttúrlegu hráefni.

Náttúrulegt innihald - engin aukefni
Engin aukefni, engar flækjur, bara hreint, ferskt og bragðgott hráefni sett saman af ástríðu fyrir matargerð og heilbrigðum lífsstíl.
Njóttu þess að hafa bragðgóðan bita með þér á ferðinni, leyfðu þér að upplifa nýjar blöndur fyrir bragðlaukana og komdu þínum á óvart með hollum og sjúklega góðum sætbitum.